spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPétur hafði sigur gegn sínum gömlu félögum í Keflavík

Pétur hafði sigur gegn sínum gömlu félögum í Keflavík

Keflavík lagði Breiðablik í Blue höllinni í kvöld í 9. umferð Subway deildar karla, 93-85. Eftir leikinn er Keflavík í 2.-4. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp á meðan að Breiðablik er í 11. sætinu með einn sigur eftir fyrstu 9 umferðirnar.

Leikurinn var sá fyrsti sem að feðgarnir, þjálfarinn Pétur Ingvarsson og leikmaðurinn Sigurður Péturson léku gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik eftir að hafa yfirgefið félagið síðastliðið sumar.

Atkvæðamestur fyrir Keflavík í leiknum var Remy Martin með 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Honum næstur var Jaka Brodnik með 21 stig og 5 fráköst.

Fyrir Blika var Keith Jordan atkvæðamestur með 32 stig, 14 fráköst og Árni Elmar Hrafnsson bætti við 15 stigum og 3 fráköstum.

Blikar eiga leik næst komandi fimmtudag 7. desember heima í Smáranum gegn Val á meðan að Keflavík mætir grönnum sínum degi seinna 8. desember heima í Blue höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -