spot_img
HomeFréttirPétur Guðmundsson tekur við kvennaliði Grindavíkur

Pétur Guðmundsson tekur við kvennaliði Grindavíkur

7:25

{mosimage}

Heimasíða Grindavíkur greinir frá því í gærkvöldi að Pétur Rúðrik Guðmundsson muni þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. Pétur hefur verið aðstoðarmaður Friðriks Ragnarssonar þjálfara karlaliðs félagsins undanfarin 2 ár en nú fær hann lausan tauminn með kvennaliðið.

Á heimasíðunni segir Pétur að hann ætli að hafa eingunigs einn erlendan leikmann með liðinu og vilji helst fá Tiffany Roberson aftur ef mögulegt er.

Pétur þjálfaði kvennalið Grindavíkur veturinn 2000 til 2001 en þá tapaði liðið öllum leikjum sínum, þá stýrði hann liðinu í fjórum leikjum vorið 1998.

[email protected]

Mynd: www.umfg.is

 

Fréttir
- Auglýsing -