Njarðvík hefur samið við Julius Brown fyrir komandi átök í Bónusdeild karla.
Julius er 178cm bandarískur leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá Iskra Svit í Slóvakíu, en þar lék hann sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður eftir að hafa klárað feril sinn með West Texas skólanum 2023. Á síðasta tímabili skilaði hann 16 stigum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í Slóvakíu.



