spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaPenninn á loft á Meistaravöllum

Penninn á loft á Meistaravöllum

KR hefur endurnýjað samning sinn við þjálfarann Hörð Unnsteinsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna, en því starfi mun hann sinna ásamt því að vera með yngri flokka hjá félaginu. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hörður Unnsteinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna:

“Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir traustið að fá að halda áfram að leiða metnaðarfullt kvennastarf KR sem stjórnin hefur sett mikinn metnað í síðustu ár. Við höfum sýnt það í kvennastarfinu að við erum að búa til flottar körfuboltastelpur sem eru með þeim bestu í sínum aldursflokkum og við ætlum með þennan hóp af uppöldum KR stelpum upp í efstu deild á þessu tímabili.”

Egill Ástráðsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR:

“Við erum gríðarlega ánægð með að tryggja starfskrafta Harðar áfram hér í KR. Hann hefur unnið gríðarlega góða vinnu í kvennakörfunni í félaginu og bindum við áfram miklar vonir við hans störf. Það er alveg skýrt markmið að meistaraflokkur kvenna ætlar sér upp í efstu deild í vor, enda erum við með öflugan hóp af uppöldum KR-ingum.”

Fréttir
- Auglýsing -