spot_img
HomeFréttirPennar á lofti í Skagafirði

Pennar á lofti í Skagafirði

Snöggtum fyrir sambandsþing KKÍ fóru pennar á loft í Skagafirði en níu leikmenn gerðu þá samning við silfurlið Tindastóls. Sjö voru að framlengja og tveir leikmenn gerðu sinn fyrsta samning við félagið.

 

Þeir sem framlengdu við Tindastól voru: Agnar Ingimundarson, Sigurður Páll Stefánsson, Friðrik Þór Stefánsson, Hannes Ingi Másson, Finnbogi Bjarnason, Viðar Ágústsson og Pétur Rúnar Birgisson. 

Þá gerðu þeir Hlynur Freyr Einarsson og Arnar Freyr Stefánsson sína fyrstu samninga við klúbbinn. 

Ásamt leikmönnunum á myndinni eru frá vinstri Una Sigurðardóttir gjaldkeri, Hafdís Einarsdóttir stjórnarmaður, Stefán Jónsson formaður og Björn Hansen stjórnarmaður. 

Fréttir
- Auglýsing -