spot_img
HomeFréttirPeningar í NBA II

Peningar í NBA II

DOg meira um laun leikmanna og peningamál í NBA deildinni. Launaþak deildarinnar stendur núna í 53.135 milljónum dollara fyrir árið. Til samanburðar var þessi fjárhæð "aðeins" 3.6 milljónir dollara árið 1984, en það myndi ekki dekka nema tæplega 20% launa Shaquille O´Neal í dag, Shaq er launahæsti leikmaður deildarinnar með 20 milljónir dollara á ári.

Hinsvegar eru til "undantekningar" frá launaþakinu og nýta nánast öll lið sér þessa undantekningu. Hún fellst í því að lið geta endursamið við þeirra eigin leikmenn (free agents) og þannig farið yfir launaþakið. Lægstu laun  í NBA (Rookie) eru 398,762 $ og alveg að 1.1 milljón $ (10+ ár í deildinni) Hinsvegar fá þeir sem eru "draftaðir" í fyrstu umferð NBA háskólavalsins betri díl. Þeir fá fyrir það fyrsta fastann tveggja ára samning. Fyrsta árið vinna þeir sér inn 3.6 milljónir dollara (lægsta mögulega) og það næsta tæpar 3.9 milljónir dollara.

Hér er listi yfir launahæstu menn deildarinnar:

1. Shaquille O'Neal (Mia) …….  $20,000,000
 2. Allan Houston (NY) ………..  $19,125,000  [hætti 10/17/05]
 2. Chris Webber (Phi) ………..  $19,125,000
 4. Kevin Garnett (Min) ……….  $18,000,000
 5. Allen Iverson (Phi) ……….  $16,453,125
 5. Stephon Marbury (NY) ………  $16,453,125
 7. Jason Kidd (NJ) …………..  $16,440,000
 7. Jermaine O'Neal (Ind) ……..  $16,440,000
 9. Kobe Bryant (LAL) …………  $15,946,875
10. Michael Finley (Dal) ………  $15,937,500  [Seldur 8/15/05]


Þessi listi mun hinsvegar breytast fljótlega þegar nýtt tímabil hefst þar sem að menn eins og Carmelo Anthony, Dwayne Wade og Lebron James hafa allir endursamið við sín lið.

Fréttir
- Auglýsing -