spot_img
HomeFréttirPelicans valtaði yfir meistarana

Pelicans valtaði yfir meistarana

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem ljóst var að um mikilvæga leiki væri að ræða. Í New Orleans voru heimamenn í Pelicans sem mættu NBA meisturum Golden State Warriors. 

 

Warriors höfðu unnið fyrstu tvo leikina, einhverjir bjuggust við því að liðið myndi munda sópinn í þessum leik og vinna örugglega. Anthony Davis og félagar í Pelicans voru ekki á sama máli og gjörsamlega völtuðu yfir Warriors í þessum leik. Lokastaðan var 100-119 fyrir Pelicans en Davis var að vanda stigahæstur með 33 stig. Rajon Rondo átti ótrúlega frammistöðu en hann var með 4 stig, 10 fráköst og 21 stoðsendingu. 

 

 

 

Utah Jazz vann óvænt sigur í leik 2 gegn Houston og staðan því 1-1 í einvíginu þegar liðin mættust í Utah í nótt. Houston ætlaði greinilega ekki að láta það koma aftur fyrir því liðið náði í öruggan sigur að lokum 113-92. James Harden og Eric Gordon voru stigahæstir fyrir Houston með 25 stig hvor. 

 

Tveir leikir fara fram í kvöld/nótt. Klukkan 21 fer fram leikur Boston Celtics og Philadelphia 76'ers en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Boston. Toronto Raptors mætir svo Cleveland Cavaliers kl 00:30 í nótt en Lebron James og félagar leiða einvígið 2-0. 

 

Fréttir
- Auglýsing -