spot_img
HomeFréttirPeak styrkir íslensku A-landsliðin

Peak styrkir íslensku A-landsliðin

 
Peak Ísland og Körfuknattleikssamband Íslands hafa gert með sér styrktarsamning.
Þessi samningur felur í sér að Peak verður einn af samstarfsaðilum KKÍ og A-landslið karla í körfuknattleik mun leika í Peak fatnaði á Norðurlandamóti sem hefst 23. júlí í Sundsvall í Svíþjóð, auk þess sem A-landslið kvenna í körfubolta mun innan tíðar leika í Peak merkinu. Samningurinn gildir til 1. október 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Í tilkynningunni segir ennfremur:
 
Þá hafa báðir aðilar áhuga á að skoða fleti á frekara samstarfi í framtíðinni og þannig er til athugunar að Peak leggi einnig til körfuboltafatnað fyrir yngri flokka sambandsins; U20 lið karla, U18 lið karla og kvenna og U16 lið drengja og stúlkna.
 
Við hjá Peak Ísland erum mjög spenntir að ganga til samstarfs við KKÍ og það góða fólk sem þar starfar, með metnað og ástríðu fyrir íslenskum körfubolta að leiðarljósi. Karfan er með vinsælli íþróttum á landinu með mikinn fjölda iðkenda og er það til marks um hið góða
starf sem Körfuknattleikssambandið hefur unnið.
 
Peak merkið er nýtt á íslenskum markaði en býr að rúmlega 20 ára sögu og er í mikilli sókn á heimsvísu og hefur til að mynda fjölda NBA leikmanna á sínum snærum. Við hjá Peak Ísland teljum merkið eiga fullt erindi inn á íslenskan markað, hér eru á ferðinni góðar vörur og breið vörulína, sem við bjóðum á verðum sem tekið verður eftir.
 
Körfuboltinn skipar sérstakan sess innan vörulínu Peak og því er vel við hæfi að okkar fyrsti styrktarsamningur sé við Körfuknattleikssamband Íslands. Það er okkur sönn ánægja að styðja með virkum hætti við íþróttalíf í landinu og við vonum að þessi samningur sé einungis sá fyrsti af mörgum sem við gerum.
 
Frekari upplýsingar veitir Kristján Már í síma 823 8777 – sjá einnig www.peak.is  
 
Mynd/ [email protected]  – Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Bjarmi frá Peak við undirritun samninga í gær.
Fréttir
- Auglýsing -