spot_img
HomeFréttirPeace eða World Peace

Peace eða World Peace

Hinn umdeildi leikmaður L.A. Lakers Ron Artest er enn á ný á vörum fólks eftir að hann sótti um að breyta nafni sínu í Metta World Peace. Hefur hann sótt um þetta til bandarískra dómstóla en mál hans verður tekið fyrir 26. ágúst.
Artest sem er hvað frægastur fyrir slagsmálin árið 2004 þegar hann réðst á áhorfenda í miðjum leik er hann lék með Indiana.
 
Larry Bird og félagar hjá Indiana misstu þolinmæðina með hann og skiptu honum frá félaginu en á sínum tíma hjá félaginu óskaði hann m.a. eftir leyfi frá æfingum og keppni á miðju tímabili til að kynna nýútkomna rapp plötu.
 
Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri L.A. Lakers, var spurður um þessa ákvörðun Artest. ,,Þetta hefur áður verið gert. Þannig að ég hef ekkert annað um þetta að segja.“ Aðspurður hvort að hann hefði skoðun á því hvort aftan á treyjunni stæði Peace eða World Peace svaraði Kupchak að hann væri talsmaður alheimsfriðar.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -