Íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinski vonast til að fá nýjan samning við sænska liðið Norrköping Dolphins en hann er sem stendur samningslaus. Pavel hefur leikið með sænska liðinu undanfarið ár en hann lék þar á undan með Sundsvall. Sport.is greinir frá.
Pavel sagði í samtali við Sport.is vonast til að fá nýjan samning hjá Norrköping Dolphins en hann sagði að liðið myndi líklega ekki taka ákvörðun um það strax. “Ég er ánægður í Svíþjóð og vona að leika þar áfram. En það er ekki komið á hreint ennþá hvar ég spila á næsta tímabili,” sagði Pavel við Sport.is.
Pavel er sem stendur staddur á Íslandi í fríi en hann á von á að hans mál skýrist á næstu vikum.