6:00
{mosimage}
Þó gangi vel inn á vellinum hjá CB Huelva sem Pavel Ermolinskij og Damon Johnson spila með gengur ekki jafnvel utan vallar. Leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun sín og hafa lítið æft síðustu tvær vikurnar í mótmælaskyni.
Þeir æfðu lítillega fyrir leik liðsins á föstudag en einhverjir hafa verði að æfa eftir hann. Í samtali við Pavel Ermolinskij sagði hann að félagið ætlaði að borga núna á föstudag en ef það gerist ekki geta leikmennirnir farið í löglegt verkfall. Í dag eru það þeir sem hafa slíkt ákvæði í samningi sínum sem ekki eru að æfa.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á föstudag en liðið á að leik í LEB gull deildinni þá.
Mynd: Emil Örn Sigurðsson



