Pavel Ermolinski gæti orðið fjarri góðu gamni með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í nokkurn tíma en basketsverige.se greinir frá meiðslum kappans í dag. Sjúkraþjálfari Sundsvall, Thomas Torstensson, sagði einnig að Pavel hefði meiðst gegn Boras en klárað leikinn því hann væri harðjaxl.
Íþróttastjóri Sundsvall, Fredrik Åhnstrand, sagði einnig við basketsverige.se í dag að beðið yrði með að bæta við leikmannahóp liðsins á meðan það skýrðist hvers eðlis meiðslin væru. Annað hnéð á Pavel væri bólgið og þá væri búist við því að liðböndin væru í lagi.
Forsvarsmenn Sundsvall vonast til að á næstu vikunni eða svo verði hægt að segja til um stöðuna á Pavel en hann verður ekki með í kvöld þegar Sundsvall mætir Uppsala en leikurinn verður sýndur á netinu og má nálgast slóðina á hann hér.



