spot_img
HomeFréttirPavel með nokkur tilboð frá Spáni

Pavel með nokkur tilboð frá Spáni

16:00

{mosimage}

Nokkuð hefur legið í lausu lofti hvar Pavel Ermolinskij leikur næsta vetur en samningur hans við Unicaja Malaga kláraðist nú í sumar. Karfan.is hafði upp á Pavel þar sem hann var staddur hjá fjölskyldu sinni í Vologda í Rússlandi og búinn að vera að æfa á fullu til að koma sér í form eftir meiðsli vetursins.

Pavel sagði einnig að hann væri með tilboð frá nokkrum liðum á Spáni og væri að skoða málin. Eitt liðið er Bruesa sem tryggði sér sæti í ACB deildinni í vor en hin liðin leika öll í LEB gull deildinni og reiknaði Pavel frekar með að leika í með einu þeirra næsta vetur. Liðin úr LEB gull deildinni sem hafa haft samband við hann eru Alicante, Las Palmar og Tenerife.

Þá sagði Pavel að hann kæmi til Íslands á næstunni og myndi æfa með íslenska landsliðinu eftir verslunarmannahelgi.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -