spot_img
HomeFréttirPavel með 10 stig í sigri Norrköping

Pavel með 10 stig í sigri Norrköping

Norrköping Dolphins tók í kvöld á móti Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni. Heimamenn höfðu góðan 91-83 sigur þar sem landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij var með 10 stig.
 
Norrköping Dolphins 91-83 Solna Vikings
Pavel Ermolinskij gerði 10 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á rúmum 17 mínútum. Stigahæstur í liði Norrköping í kvöld var Christian Maraker með 23 stig og 6 fráköst.
 
Norrköping er nú í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig en Jakob Örn og Hlynur Elías eru sem fyrr á toppi deildarinnar með Sundsvall Dragons með 44 stig.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -