Pavel Ermolinski snýr aftur í röndótta búninginn í kvöld en hann hefur misst af fyrstu þremur leikjunum með Íslandsmeisturum KR þetta tímabilið vegna meiðsla.
KR-ingar hafa þó ekki látið neinn bilbug á sér finna og hafa unnið alla þessa þrjá leiki og verma toppinn ásamt Haukum.
Pavel snéri sig á ökkla á æfingu með KR fyrir fyrsta leik í deildinni en það aftraði KR ekki frá þvi að skella Njarðvík í fyrsta leik, taka svo Reykjavíkurrimmuna gegn ÍR og framlengdan slag gegn nýliðum Tindastóls.
KR-ingar mæta Keflavík í kvöld í TM-Höllinni kl. 19:15 en Keflvíkingar hafa unnið tvo og tapað einum leik það sem af er tímabilinu.



