spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPavel kominn með leikheimild sem leikmaður Tindastóls

Pavel kominn með leikheimild sem leikmaður Tindastóls

Tindastóll hefur fengið félagaskipti fyrir þjálfara sinn Pavel Ermolinskij yfir til liðsins frá Íslandsmeisturum Vals.

Fyrr í mánuðinum hafði Pavel tekið við sem þjálfari liðsins, en ekkert hafði verið gefið út með hvort hann myndi leiks með liðinu líka. Til þess að þjálfa þarf ekki félagaskipti , en frá og með deginum í dag má hann einnig spila með liðinu sem leikmaður.

Pavel lagði skóna á hilluna eftir ára langan farsælan feril síðasta sumar, nokkrum vikum eftir að hann vann Íslandsmeistaratitilinn með Val.

Fréttir
- Auglýsing -