Kjöt og fiskur með matgæðingana Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinski í broddi fylkingar láta gott af sér leiða í rekstri verslunarinnar. Þeim félögum er meinilla við að henda mat og hafa því ákveðið að gefa hann, sé hann á síðasta söludegi.
“Við gefum bæði mjólk, brauð og annað sem komið er á síðasta söludag. Þetta fer bara allt í gefins-körfuna og fólk tekur þetta. Við viljum ekki henda mat – viljum frekar gefa hann, þó að auðvitað væri best ef allt myndi seljast áður en það er útrunnið,” sagði Pavel í viðtali hjá Pressunni í dag.
Pavel er því að gefa stoðsendingar innan vallar sem utan. Virkilega vel gert að koma orðinu “karfa” þarna inn líka.
Mynd: Pavel Ermolinski í fullum skrúða hjá Kjöti og fiski. (Facebook / Kjöt og fiskur)



