Eftir læknisskoðun í dag er loks komið í ljós hvers eðlis meiðslin eru sem Pavel Ermolinskij varð fyrir í bikarúrslitunum gegn Stjörnunni. Það hefur greinst smá rifa í vöðva aftan á lærinu. Hún er á “góðum stað” og á að gróa á 4. vikum samkvæmt læknisráði. Hann verður því að öllum líkindum orðinn leikfær þegar úrslitakeppnin hefst. www.kr.is greinir frá.
Í frétt KR segir einnig:
Þetta eru góðar fréttir þar sem menn voru búnir að búa sig undir það versta, sérstaklega í ljósi þess að erfitt reyndist að greina meiðslin almennilega. Pavel missir því af leikjunum þremur sem eftir eru í Dominosdeildinni, gegn Stjörnunni í kvöld, Þór Þorlákshöfn á sunnudaginn í DHL-höllinni og Fjölni í Dalhúsum eftir viku. Úrslitakeppnin hefst 19-20 mars og ætti Pavel að verða leikfær þegar að henni kemur, ef allt gengur að óskum.



