Pavel Ermolinski verður ekki með KR í kvöld þegar meistararnir mæta FSu í Iðu á Selfossi. Pavel varð frá að víkja í leiknum gegn Tindastól vegna meiðsla í annarri öxlinni og leikur því ekki í kvöld.
Þá verður hann heldur ekki með um helgina þegar KR leikur gegn Haukum b í lokaleik 16-liða úrslitanna í Poweradebikarkeppni karla.



