spot_img
HomeFréttirPavel: Fer ekki aftur í harkið

Pavel: Fer ekki aftur í harkið

Pavel Ermolinskij var verðskuldað valinn besti leikmaður Domino´s-deildarinnar á lokahófi KKÍ á dögunum. Pavel sagði tímabilið vissulega hafa verið erfitt en lokatakmarkið hafðist þegar sá stóri fór á loft í Síkinu á Sauðárkróki. Í vetur bauðst honum nokkrum sinnum að fara út og spila en Pavel sagði við Karfan TV að hann væri hættur í harkinu en myndi vissulega vilja fara í „alvöru“ boltann eins og hann orðaði það en þá erum við að tala um lönd eins og Spán, Ítalíu, Tyrkland og Ísrael…þessi stærstu.

Við ræddum þrennurnar lítið eitt en Pavel slúttaði deildarkeppninni með þrennu að jafnaði í leik sem er stórkostlegt afrek, 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

 

Mynd/ [email protected] – Pavel fyrir miðju ásamt Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ t.v. og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ t.h.

Fréttir
- Auglýsing -