spot_img
HomeFréttirPavel Ermolinskij lánaður til Huelva

Pavel Ermolinskij lánaður til Huelva

22:28

{mosimage}

Pavel Ermolinskij sem leikið hefur með Axarquia í LEB2 deildinni undanfarin ár, ásamt því að leika með Unicaja Malaga í ACB deildinni, hefur verið lánaður til LEB gold liðsins Huelva í eitt ár.

Í Huelva hittir Pavel fyrir annan Íslending en Damon Johnson gekk til liðs við liðið á dögunum. Í samtali við karfan.is sagði Pavel að sér litist vel á nýja liðið, þetta væri skref uppávið fyrir hann, gott lið í góðri deild. Þannig að hann er sáttur. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -