spot_img
HomeFréttirPavel ekki tapað einvígi í úrslitakeppninni í átta ár

Pavel ekki tapað einvígi í úrslitakeppninni í átta ár

KR tryggði sér í kvöld fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. KR vann einvígið 3-1 og standa því uppi sem sigurvegarar enn og aftur. 

 

Teitur Örlygsson vakti athygli á því á Twitter fyrr í kvöld að Pavel Ermolinski hafi unnið 18 einvígi í úrslitakeppninni í röð. Pavel hefur verið í liði KR alla þessa fimm titla í röð auk þess sem hann var í Íslandsmeistaraliði KR árið 2011. 

 

Síðasta tap Pavels í einvígi í úrslitakeppninni var árið 2010 þegar liðið tapaði gegn Snæfell í oddaleik. Það tímabilið fór Snæfell alla leið og lyfti Íslandsmeistaratitlinum. 

 

Pavel sagði í viðtali við Karfan.is eftir leik að þessi titill KR væri fyrir margar sakir sérstakur. Hann viðurkenndi framhaldið hjá KR væri óráðið og er því spurning hvort ferli hans hjá KR sé lokið. 

 

Listi yfir einvígi Pavels í úrslitakeppninni frá 2010 má finna hér að neðan: 

 

Öll úrslitaeinvígi Pavels Ermolinski frá 2010: 

 

2018:

 

Átta liða úrslit: KR-Njarðvík 3-0

Undanúrslit: KR – Haukar 3-1

Úrslit: KR – Tindastóll 3-1

 

2017: 

 

Átta liða úrslit: KR-Þór Ak 3-0

Undanúrslit: KR-Keflavík 3-1

Úrslit: KR-Grindavík 3-2

 

2016:

 

Átta liða úrslit: KR-Grindavík 3-0

Undanúrslit: KR-Njarðvík 3-2

Úrslit: KR-Haukar 3-1

 

2015:

 

Átta liða úrslit:KR-Grindavík 3-0

Undanúrslit: KR-Njarðvík 3-2

Úrslit: KR-Tindastóll 3-1

 

2014:

 

Átta liða úrslit: KR-Snæfell 3-0

Undanúrslit: KR-Stjarnan 3-1

Úrslit: KR-Grindavík 3-1

 

2011: 

 

Átta liða úrslit: KR-Njarðvík 2-0

Undanúrslit: KR-Keflavík 3-2

Úrslit: KR-Stjarnan 3-1

 

2010

 

Átta liða úrslit: KR-ÍR 2-0

Undanúrslit: KR-Snæfell 2-3

Fréttir
- Auglýsing -