Íslenska karlalandsliðið hélt blaðamannafund í Berlín í dag og þar ræddi Karfan TV m.a. við Pavel Ermolinskij. Pavel sagðist ekki finna mikið fyrir því að Ísland væri afskrifað í hvívetna af spekingum en viðurkenndi þó að eflaust væru hin liðin í B-riðli með minni áhyggjur af íslenska liðinu en öðrum.



