spot_img
HomeFréttirPavel búinn að skrifa undir hjá Norrköping Dolphins

Pavel búinn að skrifa undir hjá Norrköping Dolphins

 Sænski netmiðillinn basketsverige.se greinir frá því í dag að Pavel Ermolinskij hafi samið við sænsku meistarana Norrköping Dolphins til eins árs.
 
Samningurinn er þó háður því að Norrköping taki þátt í Evrópukeppni en vefmiðillinn hefur mikla trú á að svo verði en ákvörðun mun liggja fyrir um mitt sumar.
 
Pavel mun því yfirgefa Íslendingana í Sundsvall en vera áfram í sænsku deildinni.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -