spot_img
HomeFréttirPavel búinn að semja við LEB gull lið

Pavel búinn að semja við LEB gull lið

13:27

{mosimage}

Pavel Ermolinskij skrifaði á dögunum undir samning við spænska liðið La Palma og mun leika með því næsta árið að minnsta kosti.

La Palma leikur í LEB gull deildinni sem er sama deild og Melilla sem Hörður Axel Vilhjálmsson samdi við á dögunum, leikur í. La Palma varð næst neðst í LEB gull deildinni í vetur og endaði í næst neðsta sæti en stefnan fyrir veturinn er að komast í úrslitakeppni og sjá hvað gerist þar.

Pavel sagði í samtali við karfan.is að hann hafi valið þetta lið því það væri byggt upp á ungum kjarna og hann sæi fram á mikinn spilatíma hjá þeim.

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -