08:30:31
Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri New Orleans á Philadelphia í nótt, en þetta var í fimmta sinn í vetur sem hann nær þeim árangri. New Orleans byrjuðu illa í leiknum og lentu m.a. 10 stigum undir, en Paul og Peja Stojakovic, sem setti 6 3ja stiga körfur, komu sínum mönnum aftur inn í leikinn.
Philadelphia hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og höfðu unnið átta af nú síðustu leikjum sínum fyrir þennan.
Fleiri lið eru að finna sig betur eftir því sem líður á tímabilið og þar á meðal eru Oklahoma sem unnu New Jersey í nótt og Minnesota sem vann Milwaukee.
Þá hefur Shaquille O‘Neal gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Phoenix og skoraði 29 stig í sigri gegn Washington í nótt.
Öll úrslit næturinnar hér að neðan…
Phoenix 103
Washington 87
Atlanta 79
Miami 95
Houston 98
New York 104
New Jersey 85
Oklahoma City 94
Philadelphia 86
New Orleans 101
Minnesota 90
Milwaukee 83
Portland 113
LA Clippers 88
ÞJ



