spot_img
HomeFréttirPaul George og Chris Paul ekki á leiðinni neitt

Paul George og Chris Paul ekki á leiðinni neitt

 

Leikmannamarkaður NBA deildarinnar var opnaður aftur í gærkvöldi kl. 21:00 að bandarískum tíma. Nokkrar stórar fréttir hafa borist síðan af leikmönnum sem skipt hafa um lið eða samið um endurnýjun hjá sínum liðum.

 

Stóru spurningunni varðandi leikmann Oklahoma City Thunder, Paul George, hefur verið svarað. Samkvæmt heimildum verður hann áfram hjá þeim, en sagt er að samningur hans þar muni hljóða upp á 4 ár og 137 miljónir dollara. Þá gerði félagið einnig áframhaldandi samning við Jerami Grant, en sá samningur er sagður hljóða upp á þrjú ár og 27 miljónir dollara. Báðar undirskriftir einkar góðar fyrir félagið, sem þó verður fyrir vikið algjörlega getulaust undir launaþaki deildarinnar eftir þá. Reyndar fara svo mikið yfir launaþakið á næsta ári, að sekt þeirra verður 130 miljónir dollara fyrir tímabilið, sem verður met í deildinni.

 

 

Houston Rockets eru svo sagðir hafa gert fjögurra ára samning við leikguðinn Chris Paul. Mikið verið spáð og pælt í hvernig samningur hans þar myndi hljóða, en Rockets hafa greinilega sætt sig við að þurfa á endanum að borga honum 40 miljónir dollara þegar hann verður 37 ára (er 33 ára í dag) Samningur sem er alls ekkert furðulegur þó, því eins og flestir sáu sem fylgdust með kappanum í vetur á hann enn helling eftir.

 

 

Þá bíða flestir enn eftir ákvörðun frá Kónginum, LeBron James, sem sagði upp samning sínum á föstudag við Cleveland Cavaliers. Haldið er þó að val hans standi mest á milli þriggja liða. Að hann geri nýjan samning við Cavaliers eða hann fari til Los Angeles Lakers eða Philadelphia 76ers. Nokkuð gaman er að fylgjast með fjölmiðlafárinu sem er í kringum ferðir kappans, sem hér fyrir neðan sést lenda á einkaflugvél sinni í Los Angeles í gær (sem þýðir þó ekki að hann sé öruggur til Lakers, þar sem hann á hús í Los Angeles)

 

 

Fréttir af fleiri samningum er einna helst að finna á twitter og mælum við sterklega með því að fólk fylgji eftirfarandi aðilum ætli þeir sér að fá fréttirnar á undan öðrum.

 

Twitter:

Adrian Wojnarowski

Ramona Shelburne

Shams Charania

Sam Amick

Royce Young

Fréttir
- Auglýsing -