spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPaul Anthony Jones aftur í Hafnarfjörðinn

Paul Anthony Jones aftur í Hafnarfjörðinn

Fyrstu deildar lið Hauka hefur samið við Paul Anthony Jones um að leika með liðinu á komandi tímabili. Paul ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum kunnur, en hann lék með Haukum tímabilið 2017-18 og Stjörnunni hluta úr tímabilinu á eftir. Með Stjörnunni í Úrvalsdeildinni skilaði hann 20 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Paul Anthony Jones hafa gert með sér samkomulag um að Jones spili með Haukum í 1. deild karla á næstu leiktíð.
Paul er Haukum ekki ókunnugur en hann spilaði með liðinu 2017-2018 og varð deildarmeistari með liðinu 2018. Tímabilið á eftir samdi hann við Stjörnuna og spilaði með þeim fyrri hluta tímabilsins 2018-2019.
Paul var með betri leikmönnum Domino‘s deildarinnar á meðan hann spilaði þar og fyrir Stjörnuna skilaði hann 20.2 stigum, 7.1 frákasti og 1.5 stoðsendingu. Það fer ekki á milli mála að þarna er gríðarlega öflugur leikmaður á ferð sem mun hjálpa Haukaliðinu mikið í baráttunni um að endurheimta úrvalsdeildarsætið.
Það er mikil tilhlökkun fyrir því að fá Paul Anthony Jones aftur í Hafnarfjörð og við bjóðum hann að sjálfsögðu hjartanlega velkominn aftur.

Fréttir
- Auglýsing -