spot_img
HomeFréttirPatrick Ewing til New York Knicks

Patrick Ewing til New York Knicks

dPatrick Ewing Jr mun á næstu dögum reyna að vinna sér sæti á leikmannalista N.Y. Knicks. Ewing var upphaflega valinn af Sacramento Kings en var strax skipt til Houston Rockets. Og nú hafa Houston „losað“ sig við hann og skipt á Ewing og valrétti á miðherjanum Frederic Weis. Donnie Walsh forseti liðs Knicks sagði við tækifærið að Ewing væri fínn varnarmaður og mikill íþróttamaður.  Ewing var að vonum ánægður og hlakkar til að fá að spreyta sig í að fóta í spor föður síns sem gerði garðinn frægan hjá  N.Y.Knicks. „Að koma hingað er náttúrulega draumur fyrir mig. Vonandi get ég lagt eitthvað á vogskálarnar fyrir liðið. Markmiðið er auðvitað að sýna þjálfarateymi liðsins að ég sé þess verðugur að spila og þá í framhaldinu að hjálpa liðinu að vinna leiki“ sagði Ewing nokkuð sáttur með þessi skipti. Patrick Ewing Jr spilaði með Georgetown háskólanum (líkt og faðir hans) en sýndi svo sem enga gríðarlega takta þar Hann setti niður 6 stig tók 4 fráköst og sendi ca. 2 stoðsendingar í leik.  Þess má einnig geta að Ewing er framherji (6-8 ft) og því varla hægt að líkja honum við þann gamla sem eins og flestir vita spilaði stöðu miðherja og var 7-2 ft á hæð. Patrick Ewing eldri mun í næstu viku verða tekinn inn í frægðarhöll Körfuknatleiks (Hall of Fame)

Fréttir
- Auglýsing -