Í gærkvöldi hófust 8-liða úrslitin í meistaradeild Evrópu í körfuknattleik þar sem þrír heimasigrar litu dagsins ljós en Partizan frá Belgrad komu, sáu og sigruðu á útivelli. Partizan heimsótti Maccabi Electra til Ísraels og urðu lokatölur 77-85 Partizan í vil.
Dusan Kecman átti stórleik í liði Partizan með 29 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar en hjá Maccabi var Doron Perkins með 13 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst.
Önnur úrslit:
Barcelona 68-61 Real Madrid (Barcelona leiðir 1-0)
CSKA Moskva 86-63 Caja Laboral (Moskva leiðir 1-0)
Olympiacox 83-79 Asseco Prokom (Olympiacos leiðir 1-0)
Önnur umferðin fer svo fram á fimmtudag, á morgun, þar sem Real Madrid, Partizan, Caja Laboral og Asseco Prokom leika öll á heimavelli.
Ljósmynd/ Euroleague: Dusan Kecman lék eins og sá er valdið hefur í gærkvöldi.



