Úrslitaeinvígið í serbnesku A-deildinni hefst í kvöld þar sem Partizan Belgrad og Crvena Zvezda leika til úrslita. Partizan vann deildina en Crvena Zvezda hafnaði í 2. sæti í deildarkeppninni.
Partizan komst í úrslit með 2-0 sigri á Vojvodina en Crvena Zvezda lagði Mega Vizura 2-1. Partizan tók einnig þátt í Euroleague og féll þar út eftir riðlakeppnina þar sem þeir unnu tvo leiki og töpuðu átta en voru í riðli með t.d. Barcelona og CSKA Moskvu.
Þeir í Serbíu taka fátt jafn alvarlega og körfuboltann en landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var staddur þar í landi á dögunum og fangaði stemmninguna á heimaleik hjá Partizan…uppselt, sungið og trallað í fullar 40 mínútur! Úrslitaeinvígið ætti því ekki að valda neinum vonbrigðum.
(Smá kynding…flott myndband hjá Herði, hann snýr símanum sínum örugglega rétt næst 🙂