spot_img
HomeFréttirPartizan fyrstir til að leggja Barcelona

Partizan fyrstir til að leggja Barcelona

 
Fimm leikir fóru fram í Euroleague í gærkvöldi þar sem Partizan Belgarade urðu fyrstir liða í Euroleagu til að leggja Regal Barcelona að velli. Í boði var háspennuleikur sem lauk með 67-66 sigri Partizan eftir framlengdan leik.
Jan Vesely var stigahæstur í liði Partizan með 13 stig og 15 fráköst en í liði Barcelona var Jaka Lakovic með 14 stig. Í stöðunni 49-56 voru aðeins um 4 mínútur til leiksloka í gær þegar Partizan-menn vöknuðu til lífsins og áttu magnaðan lokasprett. Framlengja varð leikinn en hægt er að sjá taugatitringinn í gær með því að smella hér.
 
Önnur úrslit gærkvöldsins:
 
Efes Pilsen 88-78 Montepaschi Siena
Zalgiris 68-83 CSKA Moskva
Unicaja 50-70 Asseco Prokom
Olympiacos 87-69 BC Khimki
 
Leikir kvöldsins:
 
Maroussi BC-Panathinaikos
Maccabi Electra-Real Madrid
Cibona-Caja Laboral
 
Ljósmynd/ www.euroleague.net : Jan Vesely var stigahæstur í liði Partizan í gærkvöldi með 13 stig og 15 fráköst en hér fagnar hann sigri Partizan á Barcelona í gær.
Fréttir
- Auglýsing -