spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaPartizan bjóða Golden State Warriors til Serbíu

Partizan bjóða Golden State Warriors til Serbíu

Serbinn Dejan Milojevic lést þann 17. janúar síðastliðinn eftir að hann fékk hjartaáfall í liðskvöldverð með Warriors í ferð þeirra í leik gegn Utah Jazz í Salt Lake. Til að heiðra minningu hans hefur Partizan í Belgrad boðið NBA liðinu Golden State Warriors að leika minningarleik í Serbíu.

Samkvæmt heimildum leggur Partizan til að leikurinn fari fram á útileikvangi félagsins sem rúmar um 30.000 áhorfendur. Væri þetta í fyrsta skipti sem Partizan myndi fá NBA lið í heimsókn, en hingað til hafa það aðallega verið lið á Spáni sem leikið hafa æfinga eða sýningaleiki gegn NBA liðum.

Dejan fæddist árið 1977 í Belgrad, þá í Júgóslavíu og var því aðeins 46 ára þegar hann lést. Sem leikmaður var hann sigursæll er hann lék fyrir félög í heimalandinu og Tyrklandi, en þá lék hann einnig fyrir landslið Júgóslavíu og seinna Serbíu og Svartfjallalands. Þjálfaraferill hans hófst 2012 í heimalandinu, en þar þjálfaði hann meðal annarra leikmann meistara Denver Nuggets Nikola Jokic og er af mörgum talinn hafa átt mikinn þátt í að honum hafi tekist að verða besti leikmaður í heiminum. Hann skipti svo yfir til Golden State árið 2021, þar sem hann meðal annars vann meistaratitil sem aðstoðarþjálfari árið 2022.

Fréttir
- Auglýsing -