spot_img
HomeFréttirPanathinaikos safnar liði

Panathinaikos safnar liði

Það er allt á fullu í leikmannamálum í Meistaradeildinni þessa dagana. Eins og greint var frá á karfan.is fyrir skömmu fór Vassilis Spanoulis frá Panathinaikos til erkifjendanna í Olympiacos. Nú hafa Panathinaikosmenn fundið nýja stjörnu, Romain Sato sem skrifaði undir þriggja ára samning.

 

Sato hefur undanfarin fjögur ár leikið með Montepaschi Siena á Ítalíu og hefur unnið marga titla með þeim auk þess að komast í „final-four“ Meistaradeildarinnar með liðinu 2008 og var valinn besti leikmaðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Áður lék Sato með Barcelona á Spáni, Jesi á Ítalíu og Spurs í NBA deildinni.

Sato er alls ekki eini leikmaðurinn sem Panathinaikos hefur náð í undanfarið því á föstudaginn sömdu þeir við Kostas Kaimiakoglou sem kom frá Maroussi BC og Ian Vougioukas frá Panellinios. Daginn áður skrifuðu svo Mike Batiste og Drew Nicholas undir tveggja ára samninga og er Batiste að hefja sitt áttunda tímabil hjá Panathinaikos sem er met fyrir erlendan leikmann í Grikklandi.

Hægt er að fylgjast með helstu félagaskiptunum í Meistaradeildinni hér.

[email protected]

Mynd: www.centrafriquebasketball.com

Fréttir
- Auglýsing -