spot_img
HomeFréttirPanathinaikos er Evrópumeistari 2011

Panathinaikos er Evrópumeistari 2011

 
Gríska liðið Panathinaikos varð í dag Evrópumeistari eftir sigur á ísraelska liðinu Maccabi Electra í úrslitaviðureign liðanna en sjálfur úrslitaleikurinn fór fram í Barcelona á Spáni. Lokatölur leiksins voru 78-70 Grikkjunum í vil. Þetta var í sjötta sinn sem Panathinaikos verður Evrópumeistari og Dimitris Diamantidis sem gerði 16 stig og tók 9 fráköst í leiknum varð í dag aðeins þriðji einstaklingurinn til þess að vera í tvígang valinn besti leikmaður úrslitanna (þ.e. undanúrslita- og úrslitaleikjanna sem fara ávallt fram á sömu helgi).
 
Árangurinn hjá þjálfara Panathinaikos, Zeljko Obradovic, er heldur ekki af verri endanum því Obradovic var að vinna sinn áttunda Evrópumeistaratitil með félagsliði og hefur unnið þá flesta af öllum þjálfurum frá upphafi, síðustu fimm alla með Panathinaikos!
 
Vörn Grikkjanna í dag var þéttofin og hélt hún miðherja Maccabi, Sofokli Schortsanitis stigalausum í fyrri hálfeik en kappinn sá er fjall af burðum og hefur oftar en ekki barið sér leið upp að körfunni hafi honum þóknast svo.
 
 
Þá hrifsaði ítalska liðið Montepaschi Siena til sín bronsið í dag er liðið lagði Real Madrid 80-62.
 
Mynd/ Euroleague.net: Panathiniakos vann sinn sjötta Evrópumeistaratitil í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -