spot_img
HomeFréttirPálmi stýrir Sköllunum næstu tvö árin

Pálmi stýrir Sköllunum næstu tvö árin

 
Körfuknattleiksdeild Skallagríms og Pálmi Þór Sævarsson hafa gert með sér tveggja ára samning um þjálfun Meistaraflokks Skallagríms í körfubolta. Pálmi náði mjög góðum árangri með liðið á liðnu tímabili þar sem liðið endaði í þriðja sæti 1. deildar karla og mikill metnaður er fyrir því
að gera enn betur á næsta tímabili. www.skallagrimur.is
Á heimasíðu Skallagríms segir ennfrekar:
Einnig var gerður tveggja ára samningur við Finn Jónsson um verkefnastjórn og yfirþjálfun yngri flokka Skallagríms. Ennfremur náðist mjög góður árangur hjá yngri flokkum Skallagríms og fjöldi iðkenda jókst töluvert.
 
Körfuknattleiksdeild Skallagríms er því mjög ánægð með að hafa tryggt sér starfskrafta Pálma Þórs og Finns næstu tvö árin.
 
Fréttir
- Auglýsing -