spot_img
HomeFréttirPálmi : Stoltur af mínum strákum að halda áfram

Pálmi : Stoltur af mínum strákum að halda áfram

 Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, var stoltur af sínum drengjum fyrir að gefast ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun gegn KR í kvöld en þar töpuðu þeir með 14 stiga mun, 90-76. 

“Já, ég veit ekki hvort menn voru hræddir eða bara ekki tilbúnir í þetta.  Við vorum að framkvæma þetta ágætlega í sókninni, vorum að fá opin skot, ég veit ekki hvað við klikkuðum á mörgum sniðskotum, vorum að berjast vel og tökum 8 sóknarfráköst í fyrsta leikhluta.  Skotin bara duttu ekki og menn voru bara ekki tilbúnir í að skjóta, klára og vera töffarar á móti KR.  Ef þú gefur smá höggstað á þér á móti KR þá er bara valta yfir þig”.

 
 

Skallagrímur klikkaði á fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og virtust opin skot ekki einu sinni duga til að koma boltanum ofaní, en Pálmi hafði þó enga skýringu á reiðu.

“Ábyggilega fimm af þeim voru upp við körfuna, það var bara einhver taugaveiklun og eitthvað stress.  Ég veit á hvað það skrifast, við vorum langt frá því að vera tilbúnir.  Við ætluðum bara að koma hingað og njóta þess að spila á móti frábæru körfuboltaliði.  Menn eiga bara að hafa gaman af því að spila á móti svona góðu körfuboltaliði, ekki vera hræddur við það.  Bara hafa gaman af því og njóta þess.  Við gerðum frábærlega hérna í seinni hálfleik og náðum þessu niður í 12 stig hérna þegar mest var.  Svo eru þeir bara með fullt af vopnum og svöruðu alltaf um hæl.  Ég var mjög stoltur af mínum strákum að halda áfram, það hefði verið auðvelt að leggjast bara á bakið í seinni hálfleik leyfa þeim að rúlla yfir okkur.  Við allavega héldum áfram og ég var mjög stoltur af þeim fyrir það”

 

En Skallagrímsmenn láta þetta ekki slá sig útaf laginu ?

“Þetta endar bara í 14 stigum og við erum bara borubrattir, það hafa örugglega einhverjir tapað stærra en það.  Í byrjun var einhver taugaveiklun í gangi sem ég get ekki útskýrt, ef við hefðum hitt úr okkar skotum, opin skot og lay-up sem fóru langt framhjá þá hefði þetta verið jafn leikur í hálfleik.  En þetta er frábært KR lið, ef við stoppum einn og stoppum annar þá svarar bara næsti.  Þeir eru bara vel að þess titli komnir og við höldum áfram með okkar baráttu”

 

[email protected]

mynd úr safni: Ómar Örn 

Fréttir
- Auglýsing -