spot_img
HomeFréttirPálmi og Hafþór teknir við Skallagrím

Pálmi og Hafþór teknir við Skallagrím

8:20

{mosimage}

Þá er það komið endanlega á hreint að Ken Webb mun ekki þjálfa lið Skallagríms í vetur, hann stýrði sinni síðustu æfingu í gær og eftir það tóku þeir Pálmi Sævarsson og Hafþór Gunnarsson við liðinu og þeirra bíður ærið verkefni, fyrsti leikur liðsins í Iceland Express deildinni í vetur í kvöld gegn Breiðablik í Smáranum.

Karfan.is náði tali af Pálma og spurði hann út í þetta.

Hvernig tilfinning er að vera orðinn þjálfari í Úrvalsdeild?
Þetta er nú frekað skrýtið, ekki alveg það sem maður hefði hugsað sér að vera að gera á þessari stundu. En þegar að það var leitða til okkar Haffa þá náttúrulega urðum við að svara kallinu og reyna að hjálpa til eins og við getum. Þetta er nú allt búið að gerast frekar hratt og ætli maður sé nokkuð búinn að átta sig á þessu enþá. En verður skrítið að reyna að stjórna þessu jafnframt því að æfa. En ég er viss um það að strákarnir í liðinu eiga eftir að hjálpa okkur eins og þeir geta,  þannig þetta verður bara unnið í sameiningu við alla.

Muntu eitthvað breyta?
Aðal áherslan verður náttúruleg bara að koma boltanum á mig eins oft og mögulegt er..
Nei svona án gríns þá hefur Webb verið að gera alveg frábært starf hérna og sjáum við ekki fram á það að breyta miklu. Reynum bara að vinna útfrá því sem við erum komnir með í gang og sjáum síðan til. Sjálfasgt verðum við að gera einhverjar áherslubreitingar þar sem að við mistum einnig Eric aðal leikstjórnandan okkar.

Er von á einhverjum nýjum leikmönnum?
Það er bara hlutur sem við félagarnir ætlum að skoða, fyrst og fremst ætlum við að reyna að bæta við okkur eitthvað af Íslendingum og erum við svona aðeins farnir að skoða hvaða möguleika við höfum í þeim málum. Síðan er ekkert lokað fyrir það að reyna að finna sér erlendan leikmann þegar að búið er að ganga frá þessum málum hér og fara aftur yfir stöðuna.

Hvert er markmið vetrarins?
Klárlega er markmiðið númer 1,2 og 3 að halda sér í deildinni eins og staðan er í dag. Liðið er náttúrulega mikið breitt frá því í fyrra þannig að það er nokkuð ljóst að menn verða að stíga upp bera meiri ábyrgð og spila töluvert stærra hlutverk en þeir eru vanir að gera. Liðið er af stórum hluta byggt upp af drengjaflokks leikmönnum þannig að þeir drengir eiga margir hverjir eftir að þurfa að þroskast og aðlagast hratt nýjum aðstæðum. En markmiðin eru skýr koma í hvern leik gera sitt besta og hafa gaman af hlutunum og vonandi á það eftir að skila okkur sæti í deildinni að komandi ári.

Verður þú með aðstoðarmann á bekknum?
Hafþór er náttúrulega ekki byrjaður að spila enþá þannig að til að byrja með verður hann við stjórnvölin á bekknum. Þegar að hann verður kominn á fullt þá skoðum við málin í sameiningu, en væntanlega reynum við að finna einhvern okkur  til aðstoðar.

Verður Morten Jensen kannski aðstoðarmðaur þinn? (Morten var þjálfari Pálma í Danmörku)
Ég hef nú ekki rætt við Morten enþá, en það er vissulega hlutur sem má skoða…..
Spurning hvort að við kaupum hann ekki fyrir smörrebröd. Annars er nú Ingvi Árna líka samningslaus, þar er maður með mikla reynslu á ferð.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -