spot_img
HomeFréttirPálmi: Keflvíkingar voru kraftmeiri og einbeittari

Pálmi: Keflvíkingar voru kraftmeiri og einbeittari

 
,,Ég ætla að vona að þetta hafi verið lélegi leikurinn okkar í þessari seríu enda var hann alveg hrikalega lélegur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson í samtali við Karfan.is eftir leikinn og honum var ekki skemmt eftir stórtap í Keflavík. Pálmi gerði 4 stig í leiknum og var með 4 stoðsendingar í döpru liði Snæfells. Við inntum hann eftir því hvaðan andvaraleysið kæmi sem sást í herbúðum Hólmara í kvöld.
,,Ég veit það ekki, við erum að koma úr hörkuseríu á móti KR og þeir eru deildarmeistarar og ég veit ekki hvort það hafi orðið eitthvað spennufall hjá mönnum og við bara mætt eitthvað afslappaðir, ég veit það ekki. Mér fannst Keflavík bara vera kraftmeiri og einbeittari og að sama skapi vorum við að klikka á mörgum einföldum hlutum. Við náðum aldrei að komast í gang og þeir gengu á lagið og það gengur ekki því maður þarf að mæta brjálaður frá fyrstu mínútu ef maður ætlar sér að ná í sigur í Keflavík,“ sagði Pálmi en getur hann lofað sínum stuðningsmönnum að þeir fái að sjá annað og betra Snæfellslið í Hólminum á fimmtudag?
 
,,Ekki spurning, það verður allt annað lið sem mætir á fimmtudag því við viljum ekki spila svona illa aftur, það kemur ekki til greina og við verðum klárir á fimmtudag.“
 
Fréttir
- Auglýsing -