spot_img
HomeFréttirPálmi Freyr sá um að klára KR

Pálmi Freyr sá um að klára KR

 
Mikil barátta er á toppnum í Iceland Express deild karla og stórslagur umferðarinnar vafalaust Snæfell-KR þó leikur Grindavíkur og Keflavíkur sé ekki langt undan. Það var Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem stal senunni í kvöld og kveikti í sínum mönnum með 28 stig.
Byrjunarliðin.
Snæfell: Sean, Ryan, Nonni, Emil, Pálmi.
KR: Brynjar, Finnur, Marcus, Fannar, Pavel.
Dómarar leiksins. Eggert Þór Aðalsteinsson og Jón Guðmundsson.
 
KR virtist ætla að byrja með látum en Snæfellingar áttu slakar sóknir til að byrja með og KR gekk á lagið með fyrstu 4 stigum leiksins. Snæfell lagaði þó til hjá sér stillti sig af og hertu á vörninni áður en langt um leið voru þeir komnir yfir 7-4 og héldu áfram að nýta sér að KR gerðu mistök í sínum aðgerðum. Nonni Mæju var kominn með 3 villur í liði Snæfells. Leikurin var skemmtilegur í upphafshlutanum og áttu liðin bæði sína spretti en staðan eftir fyrsta hluta 23-20.
 
Pálmi var í stuði og hafði sett þriðja þristinn sinn niður í upphafi annars hluta þá kominn með 11 stig. Snæfell náði að leiða leikinn og um miðjan annan hluta var Nonni kominn með sína fjórðu villu, rangur dómur að mínu mati en ekki var margt sem féll heimamönnum í vil í stöðunni 39-34. KR nýtti sér það og söxuðu á 42-41. KR keyrði hraðann upp í leiknum og komust upp með það þar sem Snæfellingar féllu í þá gryfju að halda sig á sama hraða sem var engan veginn þeirra leikur. Staðan var 42-41 fyrir Snæfell í hálfleik en mörg skot reynd til að laga söðuna í lokin beggja megin.
 
Stigahæstir í hálfleik voru hjá Snæfelli Pálmi með 14 stig og Sean með 9 stig en hjá KR voru Pavel með 9 stig og Hreggviður með 8 stig.
 
KR komst yfir strax í byrjun þriðja hluta en Snæfell lagaði stöðuna strax aftur og KR komst yfir 51-52. Svona var þetta í þriðja hluta, liðin skiptust á að skora og að leiða leikinn. KR tók þá á rás eftir góðan varnarleik og leiddu fyrir lokahlutann 61-71.
 
Fannar Ólafsson fór út af með fimm villur í upphafi fjórða fjórðungs en Brynjar og Skarphéðinn voru komnir með 4 villur á þessum tíma og Nonni Mæju enn með sínar fjórar á bakinu en small út af með 5 nokkru seinna. Snæfell lagaði leik sinn snarlega og komust nær 70-73 eftir að Sveinn Arnar Davíðsson kom sterkur af bekknum. Pálmi hafði farið að mestu fyrir sínum mönnum í Snæfell en Pavel og Marcus hjá KR.
 
Þegar staðan var 77-78 fyrir KR og þegar allt var á suðu í húsinu setti Pálmi Freyr allt í gang með tveimur þristum og stolnum bolta og kom Snæfelli í 83-78 og svo með hörkustemmingu fór Snæfell í 90-80 og gríðalegur karakter í liðinu síðustu 2 mínúturnar þar sem öll skot duttu og fráköst enduðu þeirra megin og svæðisvörnin var að slá í gegn. KR áttu góð skot á þessum tíma en þau einfaldlega fóru ekki ofan í og þeir voru alveg slegnir yfir púðurskotum Snæfells sem sigraði leikinn 94-80 og var fagnað eins og þeir hefðu unnið HM.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell: Pálmi Freyr maður leiksins og bakvörður deildarinnar í dag setti niður 7 þrista af 10 og var með 28/5 frák/5 stoð/3 stolnir. Sean Burton 21/8 stoð/3 stolnir. Ryan Amoroso 15/11 frák. Emil Þór 13/4 frák/6 stoð/3 stolnir. Nonni Mæju 7/6 frák/5 stoð. Sveinn Arnar 5 stig. Egill Egils 3stig. Atli Rafn 2 stig. Guðni, Gunnlaugur, Kristján og Daníel skoruðu ekki.
 
KR: Hreggviður Magnússon 15/5 frák/5 stoð. Marcus Walker 14/4 frák. Brynjar Þór 14 stig. Pavel Ermolinskij 12/11 frák/9 stoðs var svona helsti drifkraftur KR. Jón Orri 7 stig/7 frák. Skarphéðinn 6 stig. Fannar Ólafs 5 stig/3 frák. Finnur Atli 4 stig. Ólafur Ægiss 3 stig. Páll Fannar, Matthías og Ágúst skoruðu ekki.
 
Snæfell átti svo 13 á móti 4 stolnum boltum í leiknum en KR hafði yfirhöndina í fráköstum 38/35.

Staðan í deildinni

 
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Pálmi Freyr var besti maður vallarins í Hólminum í kvöld.
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Fréttir
- Auglýsing -