17:00
{mosimage}
Skallagrímur mætir Fjölni í undanúrslitum Lýsingarbikarsins á sýnum heimavelli í Fjósinu. Pálmi Sævarsson fyrirliði Skallagríms er nokkuð bjartsýnn fyrir viðureign þeirra við Fjölni en í bikar er ekkert gefið.
Þegar Pálmi var spurður hvort Fjölnismenn væru óskamótherjar þá vildi hann nú ekki segja að svo hafi verið enda vilja menn alltaf heimaleik í bikarnum. ,,Þeir voru kannski ekki óskamótherjar en aðalmálið var að fá heimaleik. En eins og staðan er í deildinni í dag er Fjölnir með slakasta liðið af þessum þremur þannig að þetta var kannski besti mögulegi dráttum sem við gátum fengið,” sagði Pálmi en bætti við. ,,Þetta verður langt frá því að vera auðvelt. Þetta verður hörkuleikur. Fjölnir er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Þeir mæta tilbúnir.”
Skallagrímur hefur aldrei komist alla leið í bikarúrslitaleikinn en þeir hafa leikið í undanúrslitum. Þeir töpuðu fyrir Grindavík í undanúrslitum árið 2006 og þá fór leikurinn fram á útivelli og Grindavík vann 97-87. Stefnan er sett í höllina. ,,Við höfum aldrei farið alla leið þannig að við ætlum okkar í höllina. Það verður allt vitlaust ef það tekst.”
[email protected]
Mynd: [email protected]



