spot_img
HomeFréttirPalmer: Tókum yfir með vörninni í lokin

Palmer: Tókum yfir með vörninni í lokin

Haiden Palmer fór hamförum í sigri Snæfells á Val í dag þar sem Hólmarar tóku 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s-deildar kvenna. Palmer gerði 41 stig, tók 20 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 9 boltum í leiknum! Palmer var með heil 57 framlagsstig í leiknum en hafði það helst á orði að Snæfell þyrfti að fækka hjá sér mistökum á varnarendanum og að frábært yrði að ná að klára seríuna í þremur leikjum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -