Snæfell hefur tryggt sig í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sigri gegn Keflavík í kvöld, 64:74 í hörku leik sem Snæfell náði að loka loks í fjórða leikhluta. Fram að því var leikurinn í járnum og hníf jafn.
Ef hefðin hefði ráðið þá hefði Keflavík eflaust verið á leið í Höllina þar sem að Sverrir Þór Sverrisson þjálfari þeirra hefur verið þar með lið í úrslitum síðustu þrjú ár. Sú hefð var augljóslega sterk en ekki nóg. Keflavík komu grjótharðar til leiks og með það í huganum að gulrótin úr þessu leik væri sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar. Varnarleikur þeirra var harður og það leit í raun út fyrir að þær hafi með þessum fanta góða leik sínum í upphafi leiks slegið gesti sína algerlega út af laginu.
Snæfell hefur hinsvegar að skipa sterku og reynslu miklu liði og það tók þær ekki nema um fimm mínútur að jafna það 10 stiga forskot sem að Keflavík hafði komið sér í eftir 10 mínútna leik. Eftir það hófst mikil stöðu barátta og hugguleg heit sóknarleiks liðanna fékk að líða fyrir harða varnartilburði hjá báðum liðum. Keflavík leiddi í hálfleik með 2 stigum 33:31. Ingi Þór þjálfari Snæfell hefur farið rækilega yfir hlutina með sínu liði í seinni hálfleik því þær komu töluvert grimmari til leiks og varnarleikur þeirra hertist til muna. Svo mikið að á tímabili voru Keflavík búnar að tapa 17 boltum en þrátt fyrir það voru þær aðeins einhverjum tveimur stigum undir. Keflavík endaði á að tapa 24 boltum í leiknum og þar má í raun segja að leikurinn hafi tapast að lokum hjá Keflavík.
Reynsla Snæfell vóg einnig þungt á loka kaflanum. Þær gerðu í raun allt hárrétt á ögurstundum á meðan Keflavík þjarmaði að þeim eins og þær gátu. Haiden Palmer má einnig segja að hafi verið þyngdar sinnar virði í gulli að þessu sinni. Hún tók af skarið þegar á þurfti fyrir Snæfell. 31 stig frá henni í kvöld gera hana að manni leiksins. Annars þegar virkilega á reyndi var liðsheild Snæfell gríðarlega sterk og það mun verða fróðlegt þegar þær mæta ríkjandi meisturum Grindvík í úrslitaleiknum í Höllinni í febrúar.
Bryndís Guðmundsdóttir fyrrum Keflvíkingur spilaði fínan leik fyrir Snæfell í kvöld. Skoraði 14 stig og tók 4 fráköst og það sem sést ekki á tölfræði línunni var varnarvinna hennar sem var mjög góð. Bryndís því á leið í Höllina annað árið í röð en hún stóð í nákvæmlega sömu sporum í fyrra þegar hún var í Keflavíkurbúning og slógu einmitt út lið Snæfell.



