spot_img
HomeFréttirPalm á leið til ÍR

Palm á leið til ÍR

Eric Palm mun leika með ÍR í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð en kappinn uppljóstraði því nýverið á Facebook. Palm lék með Þór Akureyri í 1. deild karla á síðasta tímabili og þar áður liðsinnti hann Þór úr Þorlákshöfn við að komast upp í úrvalseild.
Palm skrifaði í gær á Facebook: ,,It’s official, I’ll be hoopin with IR Basketball next season! See you once again Iceland. Be back soon enough!"
 
Eða á því ástkæra ylhýra: ,,Það er opinbert, ég leik með ÍR á næsta tímabili. Sjáumst enn einu sinni Ísland. Sný aftur fljótlega!"
 
Palm lék 11 leiki með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og gerði í þeim 26,1 stig og tók 4,6 fráköst að meðaltali í leik. Þá var hann einnig með 3,7 stoðsendingar og 20,9 að jafnaði í framlag.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -