spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPáll sakar Kristófer um að hafa leynt alvarleika meiðsla þegar hann...

Páll sakar Kristófer um að hafa leynt alvarleika meiðsla þegar hann skrifaði undir hjá KR

Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga eru félagaskipti landsliðsframherjans Kristófers Acox frá uppeldisfélagi sínu í KR til Vals á nokkuð viðkvæmum stað. Ber fyrrum félagi hans í Vesturbænum og leikmanninum sjálfum ekki saman um hvort staðið hafi verið við skuldbindingar samnings sem hann gerði við félagið síðastliðið sumar.

Fyrr í vikunni hafði það komið í ljós að KR hafi neitað því að skrifa undir félagaskipti leikmannsins til Vals og að málið biði afgreiðslu aga- og úrskurðanefndar, Kristófer telur sig í fullum rétta á að hafa rift samningnum vegna vanefnda og að félagið skuldi sér einhverjar miljónir.

Í dag birtir Vísir svo samtal sitt við Pál Kolbeinsson, gjaldkera KR. Í því tekur Páll fram að KR haldi því fram að Kristófer hafi leynt félagið þeim upplýsingum um að hann hafi verið meiddur þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið sumarið 2019. Því hafnar leikmaðurinn og segir gögn sýna fram á annað.

Ljóst er því að nokkuð ber á milli aðila um bæði hvort samningurinn hafi verið, eða sé í gildi vegna áður talinna atriða. Staðan í dag er sú að leikmaðurinn er ekki að fara að spila með KR, það staðfestir þjálfari þeirra fyrr í dag og fær heldur ekki að leika með Val, fyrr en niðurstaða fæst í ofangreind mál og félagaskipti hans til þeirra eru farin í gegn.

Fréttir
- Auglýsing -