Þakið ætlaði af íþróttahúsinu í Stykkishólmi nokkrum mínútum fyrir þriðju viðureign Snæfells og Hauka í úrslitum Domino´s deildar kvenna í gærkvöldi. Páll Óskar Hjálmtýsson mætti í hús og tryllti lýðinn og gerði svo gott betur í lokin þegar Snæfell hafði verið krýnt Íslandsmeistari. Páll Óskar reif þá í „We are the Champions“ með Queen á meðan Snæfellskonur stóðu fagnandi á pöllunum með Íslandsmeistaratitilinn. Mögnuð stund hjá Hólmurum:



