spot_img
HomeFréttirPáll Kristinsson semur við Njarðvíkinga

Páll Kristinsson semur við Njarðvíkinga

Páll Kristinsson framherjinn knái sem leikið hefur með Grindvíkingum síðustu 4 tímabil hefur nú ákveðið að snúa heim til Njarðvíkur og spila með þeim á næsta tímabili. Samningur milli þeirra grænklæddu og Páls var undirritaður fyrr í þessari viku til eins árs. Páll kvaðst mjög sáttur með þessa ákvörðun sína og hlakkaði til að mæta til leiks að nýju á næsta tímabili.

„Þessi ákvörðun ætti  svo sem ekkert að koma neinum á óvart. Ég er Njarðvíkingur og hér bý ég þannig að það lá beinast við að semja við Njarðvík.  Það er að síga á seinni hlutann á mínum ferli og að klára ferilinn í Njarðvíkum hefur alltaf verið ofarlega í mínum huga.“ Sagði Páll í samtali við Karfan.is

Páll á svo sannarlega eftir að styrkja Njarðvíkurliðið fyrir næsta vetur en kappinn er annálaður fyrir dugnað og baráttu sína inn í teignum. Reynsla kappans ætti einnig að vega þungt þar sem hann hefur staðið í ströngu í boltanum í hart nær 14 ár.

Fréttir
- Auglýsing -