spot_img
HomeFréttirPáll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hættir

Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hættir

Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að segja staðar numið í körfuboltanum og ætla að koma skóm sínum kyrfilega fyrir á hilllunni frægu.  Piltarnir hafa verið iðnir í boltanum eða allt síðan að 76" landslið Axels Nikulássonar en þá má segja að þeirra ferill hafi hafist fyrir alvöru.
 Milli þessara tveggja pilta eru þó nokkuð margir titlar sem hafa flestir komið í hús með liði UMFN.  Páll tók svo einn bikarmeistaratitil með Grindvíkingum.  Þeir eru nú báðir á 35. aldursári og kváðust báðir bara mjög sáttir með þessa ákvörðun og að tímabært væri að yngri leikmenn tækju nú við kyndlinum í teig Njarðvíkurliðsins. 
 
"Við verðum kannski með b liðinu í bikarnum á næsta ári en það verður ekki meira en það." sagði Páll Kristinsson í samtali við Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -