spot_img
HomeFréttirPáll bestur í Njarðvík

Páll bestur í Njarðvík

Páll Kristinsson var í gærkvöldi valinn besti leikmaður UMFN á liðnu tímabili á lokahófi leikmanna meistaraflokka liðsins. Hjá kvenna liðinu var Ólöf Helga Pálsdóttir valin best. 
Auk þeirra verðlauna sem fyrr eru nefnd voru einnig valdir bestu varnarmenn og efnilegustu leikmenn liðsins. Hjá körlunum var Friðrik Stefánsson valin besti varnarmaður og Ína María Einarsdóttir hjá stúlkunum.  Efnilegustu leikmenn UMFN þetta árið voru Ólafur Helgi Jónsson og Árnína Rúnarsdóttir. 
 
Eftir þessi verðlaun voru svo þeir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson heiðraðir fyrir sitt framlag til körfunnar í Njarðvíkum, en eins og flestum er kunnugt hafa þeir lagt skóna á hilluna frægu. 
Fréttir
- Auglýsing -