Fullt nafn: Páll Axel Vilbergsson
Aldur: 28 ára
Félag: Grindavík
Hjúskaparstaða: Í sambúð með sjálfum mér.
Happatala: Engin
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? sirka 10 ára gamall með
Grindavík.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Gummi Braga.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá
upphafi? Jón Arnór Stefánsson og Anna María Sveinsdóttir.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Damon Johnson.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Pavel Ermolinskij.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Sveinbjörn Sigurðsson (fyrrverandi
leikmaður UMFG og Skallagríms og bróðir Unndórs Sigurðssonar stórþjálfara)
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Friðrik : )
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Enginn, en hef gaman af leikmönnum eins og
Lebron James, Dwayne Wade og Kobe Bryant.
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, en stefni á að fara.
Sætasti sigurinn á ferlinum? Bikarmeistari í fyrra.
Sárasti ósigurinn? Þegar Grindavík féll um deild nú á dögunum.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Knattspyrna.
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Grindavík, Skallagrím, Fleron BC (Belgíu).
Uppáhalds:
– kvikmynd: Snatch
– leikari: Morgan Freeman
– leikkona: Sandra Bullock
– bók: Náttfari
– matur: Kjúklingasalat
– matsölustaður: Salatbarinn
– lag: Crazy með Gnarls Barkley.
– hljómsveit: Metallica.
– staður á Íslandi: Heima er best.
– staður erlendis: Sumarhús einhversstaðar á Spáni.
– lið í NBA:Ekkert sérstakt… en það var alltaf Atlanta Hawks með
Dominique Wilkins fremstan í flokki en er löngu hættur að halda með þeim
enda geta þeir ekki blautan.
– lið í enska boltanum: Liverpool.. geta heldur ekki blautan en held
tryggð við þá.
– hátíðardagur: Aðfangadagur.
– alþingismaður: Guðni Ágústsson
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Fer yfir gamla leiki í huganum og
kalla það fram það sem ég hef gert gott í þeim og reyni að taka það með
mér í leikinn sem ég er að fara að spila.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Af tapleikjum. Þú passar þig
meira á því að þeir hlutir sem gerðust í tapleiknum endurtaki sig ekki.
Furðulegasti liðsfélaginn? Ármann Örn Vilbergsson.. Hann getur verið
Ármann Vilbergs, Manni Vill og svo Ármann.
Eftirminnilegasta karfan sem þú hefur gert á ferlinum? Ég man ekki eftir
neinni nógu sérstakri til að setja hana hérna. Eigum við ekki að segja að
hún eigi eftir að koma.
Besti dómarinn í IE-deildinni? Sigmundur Már Herbertsson.
Erfiðasti andstæðingurinn? Brenton Birmingham.